Það er að ýmsu að huga þegar selja á fasteign...
 
Þegar þú setur fasteignina þína í sölu þá viltu fá hámarksverð fyrir eignina þína miðað við markaðsaðstæður.

Markaðurinn er stöðugt að breytast eftir framboði og eftirspurn á tiltekinni tegund fasteignar á hverjum tíma. Þar kemur ráðgjöf okkar, þekking og þjónusta þér að góðum notum.
 
Auk þess að bjóða þér frítt verðmat á fasteigninni þá veiti ég þér líka faglega ráðgjöf um ferlið frá upphafi til enda.
 
Undirbúningurinn fyrir sölu er algjört lykilatriði svo það skiptir máli að setja sig í samband við fasteignasala áður en farið er af stað að skoða eða gera tilboð í aðra fasteign. 
 
Þessi þjónusta er án allrar skuldbindingar um sölu. Ef eign er sett á söluskrá hjá mér ábyrgist ég topp þjónustu ásamt fagmennsku og heiðarleika, en einnig hagstæðri söluþóknun. 

Söluþóknun innifelur fagljósmyndun ásamt keyptum auglýsingum og kynningarefni sem gerir að verkum að eftir eigninni er tekið.
 
Allt frá því að undirbúa eignina fyrir sölu í að loka sölunni og ganga frá samningum þá er ég ásamt samstarfsfólki mínu hjá Domusnova fasteignasölu til staðar fyrir ykkur í gegn um allt ferlið.

Domusnova mail Aðalsteinn 2021.jpg
Bókaðu FRÍTT verðmat og ráðgjöf fyrir 1. júlí 2021 ...svo þú eigir möguleika á að vinna inneign hjá Múrbúðinni eða ZO-ON Iceland fyrir allt að 150.000 kr.
arrow&v

Takk fyrir bókunina.

Þú færð tölvupóst í það tölvupóstfang sem þú skráðir

 

    VERÐMAT    

 

Sjónskoðun

Fasteign er skoðuð á staðnum ásamt eiganda sem veitir allar upplýsingar um ástand og endurbætur eftir bestu vitund. Allt er skoðað sem hægt er með eigin augum en ástand annarra hluta eins og lagna og frárenslis verður að áætla út frá aldri.

Seldar eignir

Upplýsingar um seldar eignir í hverfinu á undanförnum 12 mánuðum eru skoðaðar. Farið er nánar í samanburðareignir eða eignir sem komast sem næst umræddri eign í stærð og öðrum eiginleikum. Tekið er mið af ásettu verði á öðum eignum sem eru þegar í sölumeðferð.

Þinglýst gögn

Skoðuð eru öll þinglýst gögn er snúa að umræddri eign og sem hafa upplýsingar sem kunna að skipta máli við verðmat eignar. 

   RÁÐGJÖF   

Undirbúningur

Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma  við undirbúning til að framsetnig eignarinnar sé sem best fyrir sölu.
Við veitum viðskiptavinum okkar góða ráðgjöf og lista yfir mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga við undirbúninginn.

Markmiðið er að væntanlegur kaupandi hafi sem minnst að athuga af smáatriðum og sjái sig flytja inn með sem minnstri fyrirhöfn.

Þekking

Við búum yfir mikilli þekkingu þegar kemur að sölu fasteigna. Það þýðir öllu því sem snýr að sölunni bæði í praktískum skilningi og einnig lagalegum skilningi.
Mikilvægt er að seljendur séu upplýstir um þá lagalegu ábyrgð sem fylgir því að selja fasteign ásamt því að vita hvernig best er að tryggja sína hagsmuni í slíkum viðskiptum.

Fagmennska

Að vera með fagmennsku í fyrirrúmi er okkar mottó. Við einsetjum okkur að vera heiðarlegir og vandvirkir í öllum verkefnum. Við erum meðvitaðir um þá ábyrð sem þessu starfi fylgir og viljum því ávinna okkur traust viðskiptavina okkar með því að sýna það í verki. Góður orðstír er gulls í gildi.

 

   ÞJÓNUSTA   

Auglýsingar

Við auglýsum allar eignir sérstaklega utan við að birta þær á fasteignavefum. Við notumst fyrst og frest við að auglýsa í keyptum auglýsingaplássum á vefmiðlum og á samfélagsmiðlum, þó svo að auglýsingar okkar beini svo fólki inn á fasteignavefina. 

Opin hús / Sýningar

Misjafnt getur verið eftir eignum hvort hentugt sé að halda opið hús eða vera með bókaðar sýningar. Við metum það yfirleitt eftir eftirspurn hverju sinni ásamt því að líta til stærðar eigna. Við erum ávallt til taks til að sýna eignir eftir þörfum, en auðvitað í góðu samráði við seljendur. 

Eftirfylgni

Einn mikilvægasti þáttur í starfi sölumanns er að fylgja vel eftir fyrirspurnum og skoðunum á eignum. Oft geta ákveðin atriði staðið í vegi fyrir því að áhugi hafi myndast við skoðun svo það er mikilvægt að komast að þeim ef vera skyldi að þau séu léttvæg eða miskilningur.

 

 MEÐMÆLI 

IMG_5977.jpg

Vindás 3, 110 Rvk

"Við bókuðum á síðunni og fengum svar samdægurs. Þjónustan var afar hröð og fagmannleg því tókum við þá ákvörðun að selja okkar eign hjá þeim. Salan gekk vonum framar, við fengum virkilega gott verð fyrir eignina okkar. Þau atriði sem okkur var ráðlagt að fara eftir fyrir söluna gerðu gæfumuninn. Við hikum ekki við að mæla með þeirri þjónustu sem hér er í boði."

​Súsanna & Þórður - Seljendur

IMG_9723_edited.jpg

Sunnubraut 50,

200 Kóp

"Við hjónin vorum að velta því fyrir okkur að fara að selja fasteign okkar á Sunnubrautinni og sáum þá síðuna með ókeypis verðmati, svo við ákváðum að prófa og bókuðum tíma. Viðbrögðin voru snögg og var Aðalsteinn mættur daginn eftir til að meta eignina og ákváðum við að selja. Þjónustan var frábær og stóðst allt sem okkur sagt og allar ábendingar fyrir sýningu eignarinnar voru til mikilla bóta. Það þarf ekki að orðlengja þetta frekar en eignin seldist á yfirverði. Við mælum svo sannarlega með Aðalsteini sem fasteignasala."

Jónatan & Helga - Seljendur

Fjarðarás 16,

110 Rvk

"Frá því að við bókuðum frítt fasteignaverðmat þá var haft samband við okkur um hæl og bókaður var tími. Í framhaldi leist okkur svo vel á hvernig ferlið var lagt upp að við ákváðum að setja fasteignina í sölu hjá Aðalsteini.
Salan gekk hratt og vel fyrir sig ásamt því að við fengum það söluverð sem við vonuðumst eftir fyrir eignina okkar. Þær aðferðir sem notast var við í undirbúningi og í söluferlinu skiluðu augljósum árangri. Við höfum þegar mælt með þessari þjónustu meðal okkar nánustu"

​Óli Fjalar & Margrethe - Seljendur

    HAFÐU SAMBAND   

Domusnova mail Aðalsteinn 2021.jpg

Það er að ýmsu að huga þegar selja þarf fasteign. Ef þú hefur einhverjar spurningar um söluferlið þá skaltu ekki hika við að setja þig í samband við okkur.

Hægt er að hringja í Aðalstein í síma 773-3532 eða smella á hnappinn hér að neðan til að senda tölvupóst.

  • Facebook
  • Instagram

Skrifstofur okkar:

Hlíðarsmári 4 (2. hæð), 201 Kópavogur
Austurvegur 6, 800 Selfoss
Stillholti 16-18, 300 Akranes

Sími: 527-1717
domusnova @ domusnova .is
www.domusnova.is